laugardagur, 20. mars 2004

Af Ljenzherrans ljúffengum bakstri
Ljenzherrann átti i afmæli í vikunni og jafnvel þó svo hann hafi eigi fengið þjett handtak frá bekkjarbræðrum sínum og koss á kinnina frá bekkjarsystrum sínum ákvað hann þó að færa þeim köku.

Þeir sem þekkja til Ljenzherrans kökugerðar öfunda nú mjög þessar tillitslausu skepnur, en Ljenzherrann lumar á ævafornum uppskriftum sem gengið hafa mann frá manni í áratugi.

Einn af þeim þurfalingum sem Ljenzherrarnir af Kaffisterkt hafa tekið upp á arma sína í gegnum aldirnar var hún Bettý nokkur Crocker en hún þótti óþægt barn. Væri hún sett í fína kjóla var hún umsvifalaust farin að velta sjer upp úr forinni að hætti svína og alifugla. Undi hún sjer best við að forma úr drullunni brúnar klessur og bauð gestum og gangandi að smakka á, leikir ljetust eigi heyra, en lærðir supu hveljur.

Eftir að langamma Ljenzherrans hafði heyrt af henni Betty útundan sjer frá hirðmeyjum sínum fjekk hún alveg nóg og gaf skipun þess eðlis að Betty þessi skyldi umsvifalaust send í eldhúsið, eigi væri hægt að gjöra fína frú úr slíkri bestíu.

Í eldhúsinu undi Bettý sjer vel og heiður hennar þar óx og dafnaði eftir því sem árin liðu. Fljótt varð Kaffisterkt af góðu kunnt fyrir góðgæti og ljúffengan bakstur, en einkum og sjer í lagi þó súkkulaðikökurnar.

Um þetta leyti bar Ljenzherrans getnað til og á meðan móðir hans var vanfær át hún ekkert nema súkkulaðikökurnar hennar fröken Bettýar. Át hún svo mikið af súkkulaðikökum að óttast var að hún myndi ala negrastrák, en til þess kom þó ekki.

Ljenzherrann tók að vaxa og dafna en í stað móðurmjólkurinnar kaus hann fremur súkkulaðideig í pela a´la fröken Betty. Tók hún fröken Betty miklu ástfóstri við Ljenzherrann og ól hann upp sem sinn eigin. Eyddi hann æskunni hangandi í pilsfaldi hennar sem hver annar “Tarzan.”

Kökurnar sínar bakaði fröken Bettý með mikilli leynd og miklu pukri allt til dauðadags. Er hún lá banaleguna kallaði hún Ljenzherrann sinn til sín og sagðist langa svo óskaplega í súkkulaðiköku. Sagðist hún þess fús að deila með Ljenzherranum uppskriftinni ef hann bakaði eina slíka.

Ljenzherrann hentist nú í miklu hendingskasti um sveitina alla. Hjelt hann í brunninn og náði sjer í vatn og síðan til hænsnanna og grátbað hænurnar um að verpa sjer þremur eggjum. Er hann hafði safnað til öllum hráefnum hófst Lenzherrann handa við baksturinn en þegar hann kom loksins með kökuna til hennar fröken Bettyar var hún látin.

Alla tíð síðan hefir Ljenzherrann haldið uppi minningu hinnar heittelskuðu konu sem kom honum í móður stað með því að baka reglulega “Betty Crocker” súkkulaðikökur.

Engin ummæli: