fimmtudagur, 19. febrúar 2004

Ljenzherrann var áðan á hressingargöngu og gekk sperrtur um strætin. Bakið var beint og göngulagðið virðulegt. Staf sinn studdist hann við í öðru hverju skrefi Stafurinn kom sjer vel er leiðin lá framhjá tjörninni og Ljenzherrann þurfti að berja sjer leið í gegnum andfuglaþykknið á gangstjettinni eins og Indiana-Jón í myrkviðum svörtustu Affríku.

“Já í svörtustu Affríku, þar ganga menn um í lendarskýlum og hestarnir eru röndóttir, Affríka hlýtur að vera dásamlegt land” hugsaði Ljenzherrann með sjer og reiddi staf sinn á loft.

Ljenhzerrann ljet höggið vaða af og fiðurskýið var varla fokið í burtu er hann var aftur djúpt sokkinn í hugarfylgsni sín. Hann var kominn í fagran frumskóg í honum var friðsælt rjóður með kofa og tveim trjám með hengirúmi á milli sín.

Þega nær var komið mátti sjá Ljenzherrann sjálfan liggjandi í hengirúminu, lesandi á bók. Örlítíð í burtu var maður að steikja beikon á steini og tvær stúlkur að þvo bíl sem stóð af einhverjum orsökum þarna í miðju frumskógarþykkninu.

Það var leikur í stúlkunum og Ljenzherrann leit yfir bók sína og glotti er þær skvettu ísköldu vatni á hvora aðra. Vatnið í frumskóginum er dýrmætt, en á svip Ljenzherrans mátti greina að hann sá ekki eftir einum dropa.

Milli þess sem stúlkurnar þvo bílinn færa þær Ljenzherranum vínber, bera á hann olíu og gæla við hann á ýmsa vegu. Svo þegar Ljenzherrann er svangur nægir honum að snúa sjer örlítið og segja:

“Nonni minn... einn pepperóníbát ljúfurinn.....” og maðurinn í svarta bolnum tekur kipp.

Engin ummæli: