föstudagur, 27. febrúar 2004

Ljenzherrann gjörir óskunda hjá fína fólkinu.
Ljenzherrann átti áðan leið fram hjá Háskólabíói. Greinilegt var að sinfóníutónleikar voru í þann mund að hefjast, klæðnaður og snobblegt yfirbragð gestanna bar því fagurt vitni. Ljenzherrann gat eigi stillt sig um, þar sem hann hjólaði hjá, að smella sjer inn.

Hjólaði Ljenzherrann inn um aðalinnganginn á feiknarferð og hringdi bjöllu sinni svo feitlagnar loðdýraklæddar snobbhænur gætu blakað vængjum sínum og forðað sjer undan í hjer um bil tæka tíð.

Það þykir tíska hjá fína fólkinu að hafa einkennisklædda menn í dyragáttum, að ekki sje talað um ef þeir hafa kaskeiti og rífa af þeim miðum sem þeim eru rjettir. Er Ljenzherrann hjólaði framhjá einum slíkum, var hann beðinn um miða.

“Hvernig lýst þjer á þennan miða!!!”

Öskraði Ljenzherrann og dró þurrkaðan hala skötunnar upp úr þar til gerðu slíðri á hjólinu og rak honum bylmingshögg. Dyravörðurinn fjell flatur og Ljenzherrann stje fák sinn sem mest hann mátti og tók að sviga sem heimsmeistari í alpagreinum á milli fína fólksins, þar sem það stóð sposkt með kampavínsglös og ræddi þá Beethoven og Bach.

“Eg er Ljenzherrann af Kaffisterkt og eg nota ekki hjálpardekk!!!!”

Gjammaði Ljenzherrann og fólkið tók að klappa, enda hjelt það í fávizku sinni að Ljenzherrann væri skemmtiatriði og þarna kominn til að stytta þeim biðina. Ljenzherrann heyrði útundan sjer að rottulegur maður með pípuhatt og einglyrni sagði við konu sína:
”Júlía... við verðum að fá okkur einn svona...”

“Hjer færðu einn!!!”

Gargaði Ljenzherrrann meðan hann skrensaði hálfhring og ljet Konráð kenna á hala sínum.

“Má bjóða frúnni líka?” Sagði hann og reiddi halann á loft, en frúin greip fyrir munn sjer og óttaðist um hann Konráð sinn.

“Nei, ég hjelt ekki!!”
Sagði Ljenzherrann, hrifsaði af henni kampavínsglasið og fjekk sjer sopa. Þegar Ljenzherrann hafði svolgrað í sig hverja dögg grýtti hann glasinu urrandi út í loftið. Glasið flaug í fögrum boga yfir salinn og mölvaðist við fætur skelkaðra mannvera sem áttu það eitt sameiginlegt að hafa aldrei sjeð annað eins.

Ljenzherrann leit sigri hrósandi yfir salinn á örvinglað fólkið, karlarnir steyttu hanzkaklædda hnúana en konurnar kjökruðu, allar nema ein sem leit hann friggðaraugum. Kvendið atarna var fegurst þeirra allra og setti Ljenzherrann á sig kryppu og endurgalt augnarráðið, bölvaður melurinn.

Þegar störustríðið hafði staðið um stund tók Ljenzherrann af skarið. Hann hjólaði til hennar, skellti henni á stýrið og brunaði út, hringjandi bjöllunni.

“Hver ertu, þú dularfulli maður sem gerir óskunda hjá fínu fólki og rænir þjer kvonfangi eins og hver annar víkingur?”

-“Eg er Ljenzherrann af Kaffisterkt, vopnaður halanum af skötunni og knúinn áfram af eiginhagsmunasemi!!”

“Oh... Ljenzherra, ertu til í búgí-vúgí?”

-“Ég veit um ljómandi stað”
Sagði Ljenzherrann og svo hjóluðu þau saman út í nóttina. Galakjóllinn hennar flaksaði í vindinum en Ljenzherrann sló til gangandi vegfarenda með halanum sínum góða.

Engin ummæli: