þriðjudagur, 20. janúar 2004

Ljenzherrans viðskiptavit
Ljenzherrann fær margar góðar hugmyndir og ef fer sem horfir mun hann verða vellauðugur. Ein af hans betri hugmyndum er samt án efa sú að koma til móts við þá sem versla mikið af korki, frauði og steinull.

Ljenzherranum hefir nefnilega komið til hugar að opna verslanakeðju sem sérhæfir sig í einangrunarvörum. Útibúi yrði komið fyrir á hverju götuhorni og opnunartíminn yrði langur. Þeir dagar að mann dagi uppi steinullarlaus klukkan hálf ellefu á föstudagskveldi yrðu taldir, maður hlypi bara út á horn og keypti sjer meira.

Verslanakeðja þessi þyrfti að hafa lýsandi og gott nafn. Sjerstakan klefa mætti hafa í hverri verslun þar sem börnin gætu unað sjer í yfir video og litabókum á meðan foreldrarnir dunda sjer við að velja rjettu einangrunina í stofuna. Þegar úrvalið er mikið er gaman að versla og þá líður tíminn eins og hendi sje veifað. Það borgar sig að eyða góðum tíma í einangrunina.

Ljenzherrann af Kaffisterkt hefir af frægri smekkvísi sinni fundið hið fullkomna nafn á verslanir þessar. Þær skulu heita Einangrunarbúðirnar og eftirfarandi slagorð verða í fyrstu auglýsingarherferðinni.

Barnafólk athugið, við höfum sjerstakan klefa fyrir krílin ykkar, Einangrunarbúðirnar.

Einangrunarbúðirnar, þar sem tíminn flýgur.

Komið og eyðið góðum tíma í einangrun í Einangrunarbúðunum.

Má bjóða yður einangrun? Einangrunarbúðirnar.

Er frúin að kvarta og kveina? Er henni alltaf kalt? snúið yður þá til okkar, Einangrunarbúðirnar.

Við höfum verið í einangrun í tuttugu ár, Einangrunarbúðirnar.

Við tökum vel á móti yður, Einangrunarbúðirnar.

Yður leiðist ekki í Einangrunarbúðunum.

Eftir heimsókn til okkar verðið þjer sem nýr maður, Einangrunarbúðirnar

Engin ummæli: