mánudagur, 12. janúar 2004

Ljenzherrann minnir landa sína á smánarbletti.
Ljenzherranum varð í gær hugsað til fyrirbæris nokkurs sem átti miklum vinsældum að fagna fyrir aldamót, Sjónvarpsmarkaðarins/kringlunnar.

Reyndar játar Ljenzherrann það að hafa horft á þetta, einu sinni eða tvisvar, en alls ekki optar.

Hver man ekki eftir góðum hlutum eins og ...

Ofur-moppunni hans Magnúsar Scheving sem færði skúringar á nýtt plan
Abflex- svo enginn fái bumbu
Batterísdrifna bindisfæribandið- með ljósi til að finna bindin
Grænar hreingerningarvjelar-í tveim stærðum
Gufugæinn- straujárn þóttu úreldar risaeðlur
Heilsukoddar- svo maður sofi
Super-slicer-tættu í sundur heilt gróðurhús á mettíma
Geimpenninn- til að geta haldið dagbók í geimnum
Robocut- ryksugunni breytt í hárgreiðslumeistara
orbitrek þoltæki og gönguskíðavjelar- til að búa til gönguskíði
Tæ-Bó kennslumynbönd-
Amman hans Magga Kjartans-hann seldi meira að segja ömmu sínaAllt voru þetta byltingarkennd apparöt sem enginn gat verið án.

Ljenzherrann skorar á menn og konur að hella upp á kaffi, fá sjer tíu eða fara á kaffihús og bæta þar við þeim hlutum sem þeir muna eftir úr þessari "frábæru" verslun.

Engin ummæli: