þriðjudagur, 13. janúar 2004

Fjörukjáni: einstaklingur sem kann ekki að haga sér sem skyldi í námunda við sjávarmál. Þessa einstaklinga má finna víða um land, dæmi:

AUSTURLAND AÐ GLETTINGI
Móðir-Magnús minn! ekki kasta krossfiskunum í hana systur þína!
Magnús- nú af hverju ekki
Móðir- því svoleiðis gera bara fjörukjánar

SUÐVESTURLAND
Maður með pípuhatt: ,, fyrirgefðu frú mín góð, drengurinn þarna, er þetta sonur þinn”?
móðir- ,,já, svo er sagt.”
Maður með pípuhatt- ,,Nei, nei, ég komst bara ekki hjá því að taka eftir því hvað hann er atorkusamur drengurinn. Sandurinn og þangið spítist bara upp í kringum hann.”
Móðir- ég veit bara ekki rjúkandi ráð, hann er yfirleitt bara meinleysis-grey. En þá sjaldan hann kemst í fjöru þá umturnast hann sísona í eitthvað villidýr.
Maður með pípuhatt- Ég er hræddur um að sonur þinn sé það sem kallað er fjörukjáni
móðir- já það myndi sko skýra ýmislegt

NORÐAUSTURLAND
móðir- Hvaða hvaða, þú hagar þér barasta eins og einhver bavían, hoppandi og skoppandi upp um allar leirur, stappandi í pollum og ég veit ekki hvað og hvað. Sjáðu bara hann Randver, já hann kann sko að haga sér. Hvað er að sjá þig, barasta á sparifötunum slettandi og frussandi út um allt svo að kræklingurinn tætist upp í allar áttir. Hver á svo að þvo af þér því ekki ætla að ég að gera það! Oh því lík armæða, af hverju, afhverju ég, afhverju þurfti ég að ala enn einn fjörukjánann í þennan heim!

VESTFIRÐIR
Jón smábarn- heyrðu ég niðri í fjöru um daginn og helduru að ég hafi ekki bara rekist á gamlan og ógeðslegan kúk!
Viðmælandi- já og hvað gerðirðu þá
Jón smábarn- nú ég borðaði hann bara, af því að ég er soddan fjörukjáni

Engin ummæli: