fimmtudagur, 11. desember 2003

Skemmtilegur brandari.

Einu sinni dó verkfræðingur sem að hét Jón. Jón hafði verið ákaflega góður maður, í skóla skilaði hann alltaf heimadæmunum sínum, borgaði alltaf meðlagið og lamdi aldrei seinni konuna sína þannig að vitað væri. Jón átti því að fá að fara til himna. Einhver mistök urðu þó til þess að Jón var sendur niður.
Guð hafði hlakkað mikið til að fá Jón upp til sín þannig að hann fór að spyrjast fyrir um hann og endaði á því að hringja niður.
“Jú,jú ég er nú heldur en ekki hræddur um að hann Jón sje hjá mjer,” sagði kölski,” hann er sko búinn að taka til hendinni, setja upp loftræstikerfi, laga allt þetta hraunrennsli og ég veit ekki hvað og hvað.
“Já en Jón á að vera hjá mjer” sagði Guð, ”ég vil fá hann, heyrirðu það, ég vil... það”
-“nei! Þú færð sko ekki hann Jón! Hann er að gera svo góða hluti hjerna.”
“Þá lögsæki ég þig bara, ha? Heyrirðu það?”
Og þá sagði sá ljóti sjálfur:” og hvar ætlar þú að fá lögfræðinga?”

Engin ummæli: