föstudagur, 5. desember 2003

Í ljósi komandi prófa kunngjörir Ljenzherrann af Kaffisterkt að hann hefir hafið leit að tvífara sínum. Tvífari þessi fengi fullt umboð til að læra í Ljenzherrans nafni og mæta fyrir hann í próf. Skilríki og námsbækur mun Ljenzherrann leggja til.
Standi tvífarinn sig vel getur hann búist við að verða ráðinn til frambúðar en þá fengi hann að sinna víðtækari verkefnum, viðveruskyldu í jólaboðum og jarðarförum, en einkum og sjer í lagi í jarðarför Ljenzherrans sjálfs er hann mun setja dauðdaga sinn á svið.

Um laun og kjör fer skv síðustu kjarasamningum auk nokkurra hlunninda en að sjálfsögðu fengi tvífarinn að sparka ótakmarkað í Gavon á meðan hann væri í embætti.
Tvífarinn fengi þó ekki að gagnast Ljenzherrans frúm og mun honum ekki verða hleypt í kvennabúrið, en þar kennir ýmissa grasa.

Ber þar helst að nefna mikið safn tvíburasystra, eineggja, tvíeggja og jafnvel þríeggja. Una þær sjer þar vel við það sem kvenfólki finnst hvað skemmtilegast, sultugerð og bróderingar. Er þeim og gert að stunda líkamsrækt og punta sig. Til að gæta þess að refir komist ekki í hænsnakofann eru geldingar á verði allan sólarhringinn og fer þar Gavon fremstur í flokki.

Ljenzherrann er ákaflega stoltur af tíkunum sínum og sýnir þær öllum sem sjá vilja. Þær eru grannar og spengilegar og virða skipanir Ljenzherrans til hins ítrasta, hlýðni þeirra og húsbóndahollusta á engan sinn líka. Einnig á hann það til að hleypa mönnum á bak ef sá gallinn er á honum. Er það og mál fróðra manna að Ljenzherrann af Kaffisterkt sje afar vel ríðandi enda hefir hann sjálfur þjálfað upp og annast gripina sína frá unga aldri. Hann er harður húsbóndi sem skilar sjer í mikilli lyftu, aga og taktfestu. Þegar Ljenzherrann nálgast pútnahúsið sitt kemur þegar í stað eggjahljóð í heimasæturnar, enda vilja þær, allar sem ein, vera húsbónda sínum til sóma. Í matinn fá þær afganga og ýmislegt það sem til fellur af Ljenzherrans veizluborði, þó ekki það mikið að þær verði feitar.

Ljenzherrann hefir hlotið margar viðurkenningar á sviði hundaræktunar, hrossakynbóta og alifuglaeldis enda eru þetta allt fagrir gripir af göfugum uppruna, rjett eins og hann sjálfur.

Engin ummæli: