föstudagur, 26. desember 2003

Ljenzherrans móðir bruggar launráð.
Ljenzherrann sjer ákaflega eptir því að hafa barist hatrammlega gegn öllu því sem móðir hans elskuleg reyndi fá hann til að gera honum til góða. Honum fannst til dæmis sem heimsendir væri yfirvofandi þegar honum var tjáð að hann væri skráður í dansskóla. Þá var Ljenzherrann fimm ára og gat ennþá falið sig bakvið sófann, gengu þessar áætlanir móður hans því ekki eftir.

Eins er Ljenzherrann var tíu ára var hann settur í tónlistarskóla og gert að læra á blokkflautu, blokkflautan þótti honum leiðinlegt hljóðfæri og honum lítill sómi gerður. En ef hann hann verið settur á beint kontrabassa væri Ljenzherrann sennilegast orðinn heimsþekktur djassgeggjari, með vinkonur í hverri höfn. Já, vinkonur sem vita hvernig Ljenzherrann vill fá viskíið sitt.

Tvöfaldan Jamison og engan klaka, það er það sem hann vill fá. “Það eru bara nýríkir imbahalar sem skemma gott viskí með klaka” myndi hann svo bæta við, veraldarvani melurinn.

Engin ummæli: