laugardagur, 20. desember 2003

Ljenzherrann yfirgefur lærdómssetrið.
Í vikunni sem leið skriðu tveir frægir menn úr holum sínum, annar með valdi en hinn af sjálfsdáðum. Fóru þeir báðir tveir beint í yfirheyrslur, annar þeirra um þjóðarmorð og gerðeyðingarvopnaeign en hinn um árangur sinn í prófunum. Þóttu þeir báðir vera frekar vankaðir þegar á yfirborðið var komið enda höfðu þeir hírst í illa loftræstum kytrum í skítugum lörfum. Hafði annar þeirra þó farið út fimm sinnum síðustu vikurnar til að taka próf.

Sem stendur eru mál þeirra beggja til umfjöllunar og bíða þeirra grimm örlög, annars dauðarefsing eða lífstíðarfangelsi en hinn á von á einkunnum með sms-um. Við skulum vona að mál þeirra fái rjettláta meðferð hjá hlutlausum aðilum.

Engin ummæli: