miðvikudagur, 26. nóvember 2003

Önnum kafnir stúdentar á Bókhlöðunni urðu varir við eltingarleik nú í dag. Eltingarleikur þessi var í senn ærslafenginn og spennandi. Svo virðist sem að æskuminning mín um spaghettifötin ljúfsáru hafi farið fyrir ofan garð og neðan og einhver á háum stað gefið út skipun þess efnis að vjer sjeum óalandi, óferjandi og sjerdeilis geðsjúkir. Ekki förum vjer að mótmæla því enda hefðum vjer sennilega mikið gagn af því um langa ævi ef að slíkt fengist vottað með ríkisábyrgð.

Eltingarleikurinn hófst ekki ósvipað og fyrsta matrix-myndin og honum lauk í svipuðum stíl og sú síðasta.
Vjer skruppum á salernið og er vjer snerum aptur beið oss sími á borðinu, hann hringdi skömmu síðar og dularfullur maður benti mjer á að líta til dyranna, þar sá ég fjóra menn í hvítum búningum með net og deyfipílur tala við bókavörðinn.

Maðurinn dularfulli leiðbeindi mjer svo lystilega milli borðanna og inn á klósett. Þar beið ég í hnipri og þegar spurt var hvort einhver væri þarna inni sagði ég bara "nei".

Svo fór ég sísona heim að borða spaghetti.

Engin ummæli: