föstudagur, 21. nóvember 2003

Núna rjett áðan gekk stúlka framhjá tölvustofunni, snerist á hæli og rauk inn. Það fyrsta sem að hún gerði var að ganga rakleitt að annarri stúlku sem leit nákvæmlega eins út og gaf henni nammi, svo var hún horfin.

Núna sit ég og velti því fyrir mjer afhverju hún hafi gefið þessari stelpu nammi. Var þetta eingöngu vegna þess að hún lítur nákvæmlega eins út og hún hugsaði með sjer: " neisko, þarna er tvífari minn, best að gefa honum nammi". Eru það kanski almennir mannasiðir? Er maður dóni ef maður gerir þetta ekki?

Ég ætla því niður í sjoppu að kaupa "Werthers Original" til að eiga í vasanum ef að ég skyldi rekast á tvífara minn einhverstaðar á rölti. Svo að ég geti nú gefið honum nammi, minna má það ekki vera.

Eg vona bara að ég muni geta sýnt sömu stóísku ró og stúlkan atarna eða ég verði ekki það gráðugur að ég borði allt nammið. Annars myndi það líta út eitthvað á þessa leið...
"Sæll tvífari, ég var undirbúinn undir það að hitta þig, ég var búinn að kaupa nammi, en ég borðaði það allt sjálfur."
-"Djísöss!! ertu búinn að borða allt nammið helvítis gerpið þitt!! Verst að geta ekki sagt að þú sjert ljótur, því þú ert alveg þrælmyndarlegur..."
"Já, takk fyrir, þú ert nú ekki sem verstur sjálfur, en bara, sorry með nammið..."
-"Þetta var nú ekkert smá glatað af þjer, þúst, hversu oft hittir maður tvífara sinn..... ...þetta er alveg stórglæsilegt nef verð ég að segja..."
"Takk.. það er nú bara töluvert líkt þínu, ef ekki eins.. en þessi haka, mikið er hún valdsmannsleg.."
-"Já, valdsmannsleg, en samt ekki grimm, rjett eins og þín. Og augun þín, maður gæti bara týnt sjer þar í heila öld... ohh.. við erum svo fallegir"
"Já, það erum við svo sannarlega, ég veit samt hvernig ég get bætt þjer þetta upp, þarna með nammið"
-"Nú jæja....."
Svo hringdi ég eitt símtal og var vart búinn að leggja á fyrr en Gavon var mættur í búningnum sínum, syngjandi og dansandi.

Við hlupum og við spörkuðum, við skemmtum okkur vel, tvífari minn og ég.

Engin ummæli: