miðvikudagur, 19. nóvember 2003

Ljenzherrann ritar.
Vjer eyðum vorum dögum í þjóðarinnar bókhlöðu. Lítið dregur til tíðinda, hið eina sem veitir mjer kærkominn dagamun er þegar Gavon rekur hjer inn nefið, syngur og dansar þar til vjer spörkum honum í burtu.
Peran í einu karlaklósettinu hjer er sprungin, líkt og nýrun í Gavoni, það aftrar þó ekki mönnum frá því að brúka salernið. Menn bretta bara upp ermarnar, skella á eptir sjer, draga út rækjurnar í myrkrinu og láta vaða. Það er svo bara happ og glapp hvort að þeir hitta eða hafa yfirleitt munað eptir því að opna setuna. Líkurnar á því að allt gangi upp er einn á móti Kroneckerdelta í öðru. Lyktin þar inni minnir á rotþró á heitum sumardegi og gólfið er allt útvaðandi í hlandi. Svo hafa menn bara læðst út ósjeðir, allir nema einn.

Mjer er þó sjerstök ánægja að tilkynna að allt er nú orðið skínandi hreint, vjer sátum fyrir einum skítapjesanum. Hann hafði vart rennt upp klaufinni fyrren hann var tekinn klofbragði og farinn að þeytast um gólfið þvert og endilangt eftir kúnstarinnar reglum. Í höndum vorum var piltur sem bónvjel í höndum gamalreynds húsvarðar.

Allt gljáir þar nú, líkt og herra Próper sjálfur hafi gert sjer erindi þangað inn og bónað og pússað af frægri snilld. Sjálfur forseti Íslands myndi stoltur sinna embættislegum skyldum sínum á þessu salerni, fengi hann það til afnota. Hann þarf jú að uppfylla ákveðinn kvóta til að standa sig í stykkinu gagnvart landi og þjóð.

Vjer spurðum pilt hvort hann myndi gera þetta aftur, hann sagði:
" hvað? hvað er aðþjer maður!!! þú ert eitthvað geðveikur!!! ég kom bara hjer til að skipta um peru.." "
-Já var það ekki!!!!! "
sögðum vjer, þvoðum honum um hárið að hætti gúm-tarzans og fórum eina umferð með honum til öryggis og vandlega út í öll horn. Þegar vjer vorum að þrífa salernisskálina í þriðja skipti með kauða kom Gavon inn og fór að dansa.
"Gavon, Gavon, alveg milljon!"
Sagði ég og hljóp á eptir honum til að sparka í hann.

Engin ummæli: