mánudagur, 3. nóvember 2003

Hvernig er nú fyrir mönnum komið þegar hreyfiskynjarar eru orðnir það vandnir að virðingu sinni að hleypa manni ekki inn?

Ljenzherrann varð fyrir þeirri ánægjulegu lífsreynslu í dag að hann sá Pjetur Jóhann Sigfússon reyna að komast, með litlum árangri, inn í 10-11 krambúð. Jafnvel þó svo að klukkan væri að skríða tólf gerði Pjetur hlje á atlögu sinni, lagði árar í bát og gafst upp, þess fullviss að knæpan væri lokuð. Voru viðskipti innandyra þó í sögulegum blóma og gerðu menn allthent góðan róm að verði og úrvali.

Ljenzherrann hafði verið í slæmu skapi allan þennan dag en er nú sem stendur í ljómandi skapi, enda finnst honum alltaf gaman þegar annað fólk á í vandræðum.

Þetta var öll in spaugilegasta sjón, Pjetur kom þarna aðvífandi í sportbíl sínum sem muna má: sinn fífil fegri, vinstri-umferð og myntbreytingu. Hann stökk út á ferð, slíkur var asinn. Rauk upp að dyrunum, en svo heppilega vill til að inn og útgangur eru þar hlið við hlið og illa merktir. Pjetur tók að hoppa og stappa til að vekja athygli hreyfiskynjarans á sjer, en allt kom fyrir ekki. Undir lokin minnti hann hvað helst á handboltamarkvörð í vítaspyrnukeppni. Að lokum fjekk hann nóg og rauk í burtu, upp í bílgarminn og gerði sjer lítið fyrir og spólaði í burtu.

Á hlaupunum frá útganginum í bílinn gekk hann hinsvegar framhjá innganginum og við það opnaðist hurðin, en hann tók eigi eptir því, ólíkt Ljenzherranum af Kaffisterkt sem rak upp slík hlátrasköll að bergmálaði í fjöllunum í kring.

Engin ummæli: