mánudagur, 17. nóvember 2003

Alveg hreint yndislegt....

Mönnum getur liðið voðalega vel ef að þeir eru blankir og geta sjeð fram á að borga löngu gjaldfallna reikninga. Þannig var og farið með ungan mann sem við nefnum.... Gavon.

Gavon er Ljenzherrans vikadrengur og er hann stundum kallaður til þegar Ljenzherranum leiðist. Gavon kom að máli við Ljenzherrann nú í dag og spurði hvort að hann gæti í aumingjaskap sínum lánað honum pjening. Ljenzherrann hjelt nú ekki. Gavon gæti reyndar fengið að vinna sjer inn fyrir honum því að Ljenzherranum hefir fyrir löngu lærst það að gefi hann ölmusumanni fisk sje hann undireins kominn á garðann aftur en kenni hann honum að veiða sje hann svo gott sem laus við hann.
Það varð því úr að Gavon var klæddur í búning og látinn dansa og syngja, Ljenzherranum til skemmtunar. Og Gavon dansaði og Gavon söng og þegar Gavon lá vel við höggi sparkaði Ljenzherrann í hann og hafði gaman af.

Svo þegar Ljenzherrann var búinn að fara og viðra Gavon niðri í bæ og sýna vinum sínum hann, sem að sjálfsögðu fengu að sparka líka, því Ljenzherrann er nú ekki eigingjarn maður, var komið að því að Gavon fengi útborgað.

Gavon fjekk því að fara úr búningnum og fara í borgaraleg föt og gekk um bæinn eins og hver annar frjáls maður. Hann fjekk að elta Ljenzherrann í bankann og þegar Ljenzherrann undirritaði úttektarseðilinn bætti hann við í línu fyrir skýringar: " Vegna fjárláns til aumingja".

Bankakonan greip miðan af Ljenzherranum og stakk honum á sinn stað. Ljenzherrann tók svo eftir því að hún setti allt í einu upp stór augu, hún var að lesa skýringuna.

Ljenzherrann þakkaði fyrir sig og gekk að Gavoni og rjetti honum klinkið og sagði svo hátt og snjallt "gjörðu svo vel" þannig að allir í bankanum heyrðu. Síðan fjekk Ljenzherrann sjer vatnsglas, settist niður og fylgdist með Gavoni ganga til gjaldkerans, skælbrosandi af einskærri ánægju yfir því að geta borgað reikningana sína. Einfeldingsleg ánægjan skein af Gavoni þar sem hann stóð fyrir framan þann sama gjaldkera og hafði afgreitt Ljenzherrann um ölmusu fyrir aumingjann.

Ánægjan sem skein af andliti gjaldkerans var svo allt annað en einfeldingsleg hún sagði Gavoni að hann væri duglegur strákur. Gavon sagði " jáeáhh....." og valhoppaði svo aftur til meistara síns sem spurði hann: "Var hún ekki góð við þig?"

Gavon skyldi ekki neitt í neinu eins og hálfvita er háttur, þeir eru alltaf glaðir.

Engin ummæli: