þriðjudagur, 14. október 2003

Hátíðleg stund er runnin upp, teljarinn er kominn upp í 250. Í ljósi þess verður blásið til mikillar hátíðar, heiðursgestur númer tvöhundruð og fimmtíu, ég sjálfur, verður verðlaunaður á ýmsan máta til að mynda með grillaðri samloku. Mun athtöfnin fara fram í kyrrþey innan skamms, kók og franskar vinsamlega þakkað.

Einnig mun gestabókin verða opin í tilefni hátíðarinnar.

Það er sannkölluð hátíðarstemning yfir vötnum, komið með börnin og sýnið þeim myndir af trúðum og sælgæti.

En þetta er ekki allt!!! hér eru líka myndir af góðum mat, allt fyrir ykkur mínir kæru lesendur, því án ykkar væri ég ekki neitt.

Ekki láta þessa hátíð fram hjá ykkur fara, ella munuð þið naga ykkur í handarbökin. Þið gætuð misst af fássjeðu tækifæri til að senda ósvikið El-Björn-póstkort!!!!

ER KANNAN TÓM!!! HELLIÐ ÞÁ Á UPPÁ!!!!!! NÚ ER BARA KOMIÐ Í KÖNNUNA?????? BREYTIÐ HENNI ÞÁ Í KAFFIHÚS!!!!! ALLT Á ÞESSARI FRÁBÆRU HÁTÍÐ!!!!!

JÁ ÞAÐ ER HÁTÍÐ Á KAFFISTERKT!!! FRÁBÆR HÁTÍÐ!!!! blöðrur, JÁ!!!!! sjáið myndir af blöðrum!!! Ljenzherrann er að ganga af göflunum!!!! Hann er að eyða öllum sínum arfi í þessa frábæru hátíð!!!!!!

Engin ummæli: