mánudagur, 13. október 2003

Hmm.. Síðasta helgi átti að vera afskaplega frjósamur tími, en svo varð eigi. Ekki einusinni kom Ljenzherrann sjer að því að rita mikla skemmtilesningu um dempaðar sveiflur og segulhemlun í verkbók sína í Eðlisfræði. Bókin atarna mun svo að öllum líkindum vera í öðrum hverjum jólapakka næstu jól, ef að fröken Rokk þykist geta boðið lesendum upp á fylleríssögur af sjálfri sjer í erlendum borgum þá hlýt ég að geta selt eðlisfræðiverkbókina mína í bílförmum.

Einhverjar afspurnir höfðum vjer haft af því að Þjóðverjar hefðu boðið íslendingum til sín að spila fótbolta. Fórum vjer því á knæpuna "Meccasport" til þess að líta herlegheitin augum. Dagurinn byrjaði eigi vel því að ég hafði ætlað mjer að sýna þjóðverjum þakklæti mitt fyrir boð og gestrisni með því að klæða mig upp í bæjara-búninginn minn, en hann fannst hvergi.
Á "meccasport" var mikið öskrað og reykt. Svo þegar fánar beggja landa blöktu við hún þá varð mjer ljóst að íslenski fáninn væri kanske orðinn úreldur. Það væri kanski þörf á nýjum fána. Einnig þætti mjer mjög að sjá einlitan fána og þar sem að ís er jú hvítur afhverju þá ekki að hafa fánann hvítann, einnig hefðu úrlitin verið ljós strax og fánarnir voru dregnir að húni, fyrst sá þýski og svo sá íslenski... Taddarra!!!! achso... sie haben surrendieren!!! Við hefðum getað sleppt því að fara út að spila þennan leik, sent strákana okkar í Eden en fánann til Þýskalands með með DHL. Jónas R. Jónson hefði svo kanski getað fengið að nota tækifærið og plöggað aðeins fyrir íslenska hestinn. Hann hefði getað skoppað um völlinn, sláandi saman tveim kókoshnetuhelmingum og tilkynnt gestum að þetta væri nákvæm eftirlíking af hinu fræga tölti íslenska hestsins.

Þessi nýi fáni gæti sparað okkar litlu þjóð stórfé. Bara að senda lið á eina ólympiuleikar kosta morð fjár og svo getum við ekki einusinni neitt, nema kanski á smáþjóðaleikunum í Möltu. Miklu betra að hafa bara þjóðarfána sem sér um allt svona fyrir okkur en að vera að rembast við að senda út íþróttafólk. Eins myndi öll sjónvarpsdagskrá batna til muna, í stað eins og hálfs tíma knattspyrnuleiks yrði bara sýnt frá því þegar fánarnir eru dregnir að húni og svo væri hægt að halda áfram með dýralífsmyndir og nýjustu tækni og vísindi.

Samt held ég að nýji fáninn myndi hvergi sóma sér betur en uppi í Kárahnjúkum. Það yrði nú sjón að sjá að sjá fánana blaktandi við hún, þann ítalska, Impregilofánann og svo einlitan hvítan fána þar við hliðina, fánann okkar, og þannig standa málin þar í dag.

En svo að eg haldi nú aðeins áfram um Ísland Þýskaland, þar sem að við í okkar bláu búningum mættum þýska stálinu, að þá var engin spurning hvorir væru flottari... Bláa stálið eða Þýska stálið.....

Engin ummæli: