laugardagur, 4. október 2003

Fyrrihluti

Eitt af því sem fylgir því að vinna utandyra er að það er optar en ekki talsvert vesen að komast á klósettið og opt geta fylgt slíkum athöfnum hinar mestu æfingar eins og sannast í eptirfarandi frásögn.

Það var einn fagran dag í í sumar að náttúran fór að kalla. Í fyrstu var kallið hundsað en þegar þrýstingurinn var orðinn slíkur að bæði brækur og drengskapur voru í hættu var brugðið á það ráð að halda út í Flugfjelag Íslands og fá að reka erindið þar. Slík erindi í Flugfjelag Íslands höfðu reyndar komist upp í vana hjá okkur og vorum því farnir að læðast skömmustulegir inn og út af salerninu sem ætlað var fyrir viðskiptavini, enda atferli okkar og athafnir á kamrinum síst til þess fallnar að auka þá ánægju sem Flugfjelag Íslands vonar að viðskiptavinir sínir hafi af flugferðum. Ekki vitum við samt vitað til þess að farþegar hafi verið beðnir afsökunar á ólykt og óþrifnaði okkar vegna.

Tilefnið með þessum skrifum var nú ekki að ræða í hörgul almennt fyrirkomulag salernisferða okkar fjelaganna sumarið 2003 og afleiðingar þeirra heldur eina sem skar sig úr, þá sem eg var að leggja af stað í í upphaf þessa pistils.

Eins og áður sagði var eg alveg í dauðaspreng og brunaði upp í flugfjelag með miklum látum og skildi fjórhjóladrifna Toyotuna eptir fyrir framan innganginn. Ekki var kveikt á takka Diff-lock að þessu sinni en Hella-Rotafix blikkljósið fjekk svo sannarlega að njóta sín. Hella-Rotafix eru hin bestu blikkljós.

Þegar inn var komið skimaðist eg um eptir hentugu færi til að skjótast inn á klósettið, sem að lokum kom. Svo til ósjeður og skaust eg sem skuggi inn á karlaklósettið. Karlaklósettið er með því fyrirkomulagi að þar eru þrjár hlandskálar, tveir vaskar, bunki af glanstímaritinu “Whats on in Reykjavik”, blásarar til að þurrka hendurnar og loks tveir einsmannsklefar til að sinna stærri verkefnum.

Þar sem að eg sá fram á stórt verkefni greip eg eitt tímarit og skaust inn í minni klefann og tók þegar til við að undirbúa salernið samkvæmt þaulæfðri áætlan: þurrka setuna, leggja pappírinn sem eg þurrkaði setuna með varlega á vatnsyfirborðið til að mynda mjúk og gusulaus lendingarskilyrði og bólstra að lokum setuna með ferskum pappír.
En viti menn, þegar eg er rett hálfnaður með að bólstra setuna og ætla í miklu hendingskasti að rífa mjer pappír til að ljúka verkinu þá klárast rúllan. Eg fleygi því öllu saman í mikilli geðshræringu í klósettið, sturta niður og rýk grábölvandi inn í hinn klefann. Þar finn eg mjer til til mikils ljettis miklar birgðir af salernispappír. Eg framkvæmi því undirbúningsaðgerðir í miklum flýti og er vart sestur fyrr en að eg heyri að hurðin inn á karlaklósettið er opnuð og makindalegt fótatak manns í bland við flautaðan lagstúf berst mjer til eyrna.

Framhald á morgun...

Ef að þig vantar skemmtistað fyrir kvöldið þá er þessi alveg ágætur...

Engin ummæli: