fimmtudagur, 23. október 2003

Einhverntíman varð allt fyrst og ég vil votta þeim manni virðingu mína sem fyrstur taldi upp í 26. Þetta gerði hann í trássi við gildandi hefðir sem gerðu ráð fyrir því að einungis þyrfti að telja upp í 25. Einnig vil ég þakka manninum sem fann upp húrrahrópið, líka þeim sem kom upp með þrefalda húrrahrópið og loks vil ég krjúpa fyrir þeim manni sem fyrstur sagði hipp hipp svo aðrir menn vissu að þeir ættu að hrópa húrra.

Ég æski eftir upplýsingum um manninn sem fyrstur bætti fílíókus aftan við hókuspókus, þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru vinsamlega beðnir um að vera ánægðir með sjálfan sig.

Einnig hatast ég við blogger fyrir að þýða skeyti mín yfir á dulmál þegar ég ýti á "takka post & publish."

Það kom í frjettum um daginn að "Roy" úr "Sigfried and Roy" hefði orðið fyrir árás á sýningu. Árásaraðilinn, bengal tígrisdýr, rjeðst á herra "Roy" og hámaði í sig hendi hans. "Roy" sem er þjálfaður atvinnumaður brást hárrétt við og otaði frá sjer með hljóðnemanum en allt kom fyrir ekki. Persónulega held ég að tígrisdýr sjeu ekki feimin við hljóðnema, en hann fær engu að síður verðlaun fyrir góða viðleitni.

Engin ummæli: