miðvikudagur, 22. október 2003

Eg hefi verið lokaður inni. Þar sem að einhver virðizt hafa komist á snoðir um að Ljenzherrann af Kaffisterkt væri í Eðlisfræði 1V var lagt sálfræðipróf fyrir alla nemendurna. Prófessor Einar tilkynnti þetta og um leið var öllum dyrum skellt í lás og dularfull kona kom í ljós. Okkur var sagt að þetta væri vegna einvhers meistaraverkefnis.... HUHHH....

Ég þorði ekki að flýja því að þá hefði ég komið upp um mig, ég varð því að þykjast. Spurningarnar voru afar grunsamlegar.
Merktu við eftir þvi sem við á á skalanum einn til tíu.

hvernig viltu kaffið þitt 0 er dauft en 10 sterkt.

hversu mikilvæg er iða 0 er harla ómerkileg en 10 sjerdeilis mikilvæg.

er þér sama með hverju þú skapar iðu 0 er RPC en 10 er Depa.

Ert þú með Albertsklippingu? 0 Nei 10 Já

Ég reyndi að gefa fölsk svör en gat það ekki. Þegar búið var að fara yfir öll svörin vorum við beðin um að taka þátt í tískusýningu. Ég var nú heldur betur til í það og þegar mennirinir komu með hvíta skyrtu handa mjer var ég ekki lengi að fara í hana. " Heyrðu það þarf að stytta ermarnar" sagði ég. Og þá tóku þeir í sitthvora ermina, drógu yfir brjóstið og bundu saman að aftan, simmsalabimm, ég var kominn í óðsmannsskyrtu.

Ég rankaði við mjer í fóðruðum einsmannsklefa með leðurhjálm á hausnum,
"Dónde estoy yo?" spurði ég.
- "Usted está en el sede de RPC"
-"Ah no! no en el vientre de la bestia, por qué!!!!!!!!!!!...............¿Podría tener yo algún café forté, por favor? "
-"Cerrada la boca, el tonto estúpido de café forté!!!"

og svo fjekk ég þungt högg á höfuðið.

Engin ummæli: