fimmtudagur, 16. október 2003

Í dag fjekk ég aldeilis spennandi símtal sem á án efa eftir að róa taugar flestra. Hinar margrómuðu Depa-hrærur eru komnar í nýjar umbúðir. Harðir aðdáendur geta þó strax andað ljettar því að hrærunum sjálfum hefir eigi verið breytt, enda langt síðan þær náðu fullkomnun. Umbúðirnar sjálfar eru einnig þær sömu, niðurdraganlegi hlerinn sem býður mann í senn velkominn og að taka sér hræru. Það eina sem er því breytt er áletrunin á kössunum.

En hvernig varð depa-hræran til?" -uppfinningamaðurinn og tískugúrúið Albert Einstein.

Albert Einstein hóf sinn feril við að sópa gólfin í Depa verksmiðjunni. Hæfileikar hans og gáfur fóru hins vegar ekki fram hjá neinum þannig að fljótlega fjekk hann stöðuhækkun og vann sig upp í að pakka teskeiðum. En Albert Einstein lét það sér ekki nægja og fór að spyrja sjálfan sig réttra spurninga. Hann vissi að meirihluti þessara teskeiða fór í að hræra í kaffi þannig að hann sagði:" af hverju að nota heila teskeið þegar maður gæti notað........ hræru!! já!! hræru!!!". Eftir áralanga þróunarvinnu tókst Albert Einstein að hanna fyrstu hræruna sem gerði meiri iðu en nokkur plast-teskeið gerði í heiminum á þessum tíma. Eftir það var leiðin greið til heimsfrægðar og allir mætir menn farnir að klippa sig eins og Albert Einstein.

Þegar Albert var seinna spurður hvernig hann hafði eiginlega farið að því að búa til þessa frábæru hræru sagði hann: ,,ég notaði bara þetta..." þá átti hann við krumpað blað með nokkrum formúlum. Í dag er þetta krumpaða blað kallað afstæðiskenningin og ,,ég notaði bara þetta" fastmeitlað tungutak sem stoltir feður kenna sonum sínum að segja þegar þeir komast á þann aldur að fá sína fyrstu Albertsklippingu.

Þeir hjá Depa vissu það hinsvegar að þeir mættu ekki sofna á verðinum og Þegar farið var að þróa Depahrærurnar enn frekar fæddist skammtafræðin. Það vantaði aðferðir til að lýsa því sem gerist á mólíkúls strærðargráðu þegar hrært er í kaffibolla. Í kjölfarið varð líka til hin fræga mælieining hektódepa sem er jafn stór og skammhlið innritaðs gullins ferhyrnings í göt hrærunnar. Talið er að hektódepa eigi eftir að leysa pí af hólmi þegar fram líða stundir, og er þegar komin á betri reiknivjelar.

Nútíma Depa-hræra er sú sköpun manna sem þykir komast hvað næst himneskri fullkomnun, hún sameinar útlit, gæði og orkunýtni. Reyndar er hún svo orkunýtin að ekkert mannana verk kemst nær því en hún að vera eilifðarvjel.

Engin ummæli: