föstudagur, 10. október 2003

Þar sem að kaffisterkt er jú menningarsetur, samansafn af merkum skáldskap og kostulegri frásagnarhefð þá fær hjer að fljóta eitt af merkari ljóðum Hermanns Gunnarssonar. Að sjálfsögðu skilar kraftur, innlifun og túlkun skáldsins sjer eigi hingað á kaffisterkt, en allt er þetta sagt með mikilli, mikilli innlifun.

Út á gólfið

Svona út gólfið ekkert stress
Já út á gólfið vertu hress
Já nú er kominn tími til að dansa

Já það var lagið líf og fjör
Nú loksins gat ég ýtt úr vör
Og ætla ekki að stoppa í alla nótt

Er dansinn dunar ég yngri verð
Og ekkert munar um fulla ferð
Nei þá er ekki verið neitt að stansa

Ég gæti dansað endalaust
Allt frá vetri fram á haust
Ef ég bara múskík fengi nóg

Dansa, hvað er betr´en að dansa
Í dansi gleðst ég sérhverja stund
Dansa hvað er betr´en að dansa við
Dömu sem kát og létt er í lund

Ég æð´um gólfið einsog ljón
Og er það sjálfsagt ei fögur sjón
En mér er sam´um það ég verð að dansa

Ég útrás aðra ei betri fæ
Eftir tuttugu daga á sæ
Og ætla því að dansa í alla nótt

Dansa, hvað er betr´en að dansa
Í dansi gleðst ég sérhverja stund
Dansa hvað er betr´en að dansa við
Dömu sem kát og létt er í lund

Er dansinn dunar ég yngri verð
Og ekkert munar um fulla ferð
Nei á er ekki verið neitt að stansa

Ég gæti dansað endalaust
Allt frá vetri fram á haust
Ef ég bara múskík fengi nóg

Ég æð´um gólfið einsog ljón
Og er það sjálfsagt ei fögur sjón
En mér er sam´um það ég verð að dansa

Ég útrás aðra ei betri fæ
Eftir tuttugu daga á sæ
Og ætla því að dansa í alla nótt

Og ætla því að dansa í alla nótt
Í alla nótt
Í alla nótt
Í alla nótt.

Hermann Gunnarsson.

Engin ummæli: