fimmtudagur, 18. september 2003

Auðvitað man ég núna ekkert af því­ sem að ég ætlaði að skrifa hérna... þannig að ég skrifa þá bara um kaffibollann sem ég drakk áðan.
Þetta var fyrir margar sakir bara alveg ágætur kaffibolli, en samt var margt sem hefði mátt betur fara og hér verður stiklað á stóru í­ þeim efnum.
Í fyrsta lagi
Þetta var ekki kaffi sterkt, heldur buna úr risastórum dúnki með krana neðst. Kaffistofur stúdenta eru að reyna að steypa alla í­ sama mót, þau vita alveg að sumir vilja kaffi-sterkt en aðrir kaffi-bolla, þeim er bara alveg sama.

Í annan stað
Var kaffið í­ frauðbikar en ekki í­ ekta depa-máli. Málin atarna gefa manni gervitilfinningu, maður finnur hvorki fyrir kaffinu né sjálfum sér, og svo eru þau lí­ka svo ljót. Í Depa aftur á móti finnur maður fyrir kaffinu sem lifandi vökva og lí­frænni heild sem bylgjast til og frá. Öll hönnunin miðar að því­ að leiða saman fegurð og notagildi með áður óþekktum árangri. Málin eru stí­lhrein og sannkallað augnayndi. Þau eru með rákum niður eftir endilöngum búknum sem að við fyrstu sí­n virðast aðeins sinna því­ hlutverki að gefa gott grip og gefa mælikvarða á styrkleika kaffisins en þau eru í­ raun varmafræðilegt þrekvirki. Lögun rákanna, dýpt þeirra og umfang voru ákvörðuð af ofurtölvu á sí­num tí­ma og það tók hana þrú ár að ljúka reikningunum. Þið getið því­ rétt ímyndað ykkur spenninginn þegar fyrsta frumgerðin af depa málininu, eins og við þekkjum það í­ dag, var fyllt af kaffi og hver sjerfræðingurinn á fætur öðrum fékk sjer sopa. Enginn þeirra sá eftir tí­manum sem fór í­ þróunarferlið og hófu þeir þegar í­ kjölfarið að reyna að hafa uppi á fyrrverandi fjölskyldum sí­num.
Seinna mun ég svo fjalla um botninn á Depa-málunum, en fyrst þarf ég að afla mjer viðeigandi menntunar á sviði straumfræði og iðu.

Í þriðja lagi
Hafði ég ekkert til að skapa góða iðu í­ bollann minn, ég hrygldi mig þegar ég drakk sí­ðasta sopann og fann munninn fyllast af botnfalli, þá varð mjer ljóst að máltækið "góð iða er gulli betri" er hverju orði sannara.
Hefði ég haft góða kaffihræru hefði ég nú verið í­ góðum málum, að ég tali nú ekki um ef að það hefði verið "Depa" sem minnir mig á afskaplega kurteisann slátrara nokkurn á "Sauðárkróki" sem ég þekkti einu sinni. Hann var einstaklega vandur að virðingu sinni talaði aldrei illa um nokkurn mann og minntist aldrei á getnaðar limi nje getnað, öðruvísi en undir rós, hann hét Rögnvald, en það er nú asnalegt nafn. Rögnvald þessi var einu sinni sem áður að fá sjer kaffibolla eftir matinn og þegar hann hafði hrært nægju sí­na með "Depa" hrærunni tók hann til við að stanga úr tönnum sí­num. Þá fundust nú margir hlutir sem höfðu verið týndir lengi og þeirra á meðal var farsí­mi kviðmágs hans. Þegar betur var að gáð reyndist enn kveikt á sí­mtækinu, en það hafði verið týnt í­ viku. Rögnvald hafði varla tekið upp sí­mann fyrr en sí­minn fór að hringja og þegar hann hafði kynnt sig, eins og kurteisum manni sæmir, var hann umsvifalaust kærður fyrir að hafa í­trekað hringt í­ forsetafrúna og viðhaft stunur, þungan andardrátt, búkhljóð og þessháttar dónaskap.
Rögnvaldur situr núna í­ fangelsi og ráðleggur hverjum sem heyra vill að eigi skuli stangað úr tönnum nema viðkomandi sé viðbúinn hinu versta.

Engin ummæli: