sunnudagur, 14. september 2003

8. september síðastliðinn er sorgardagur í mínu lífi, og reyndar flestra sem ég hef rætt við. Ég hafði verið í tíma í Eðlisfræði og gekk nývaknaður sem leið lá niður í kaffistofuna í Háskólabíói. Þar greip ég mjer bolla og hugðist dæla í hann "Kaffi-sterkt." En viti menn, ekkert "kaffi-sterkt". Mjer leið ömurlega, ég var nývaknaður enda nýrisinn upp úr djúpum svefni þar sem mig dreymdi um frækin afrek og fagrar meyjar á meðan Prófessor Einar kuklaði í undirmeðvitund minni með spennandi ummælum sínum um skálarvogir og hreyfingu í einni vídd. Ég sneri mjer á hæl í eina þrjá hringi svona til að athuga hvort að Merrild hefði nokkuð fært athafnasvæði sitt og afgreiðslu nú eða tekið sjer pásu og sest við eitt hinna huggulegu "Svante-borða" sem eru úr birkikrossvið og rúma allt að 4 manns (eða 2 og eina skrafhreifna kaffivjel), svo var ekki, Merrild var horfinn, og þar með Kaffi-sterkt.

Engin ummæli: