föstudagur, 28. janúar 2011

Hvað ef Göthe væri uppi a okkar tímum, væri hann með Facebook? Væri hann búinn að gefast upp á bloggi út af öllum fávitunum? Gæti hann hent reiður a hugsunum sínum á Twitter? Þetta eru allt spurningar sem sækja á Ljenzherrann, því margar hans uppáhalds bóka eru sýnilega afsprengi margra ára uppsafnaðs pirrings. Þær hefðu sennilega aldrei orðið til ef höfundar þeirra hefðu getað tappað reglulega af sjer á alnetinu.

unterfhren
Rjett áður en farsinn Faust varð endurskrifuður sem sem tragedía

Á spjallborðum hefði Göthe boðið afhroð. Um leið og hann myndi treysta sjer til að birta svar sitt væru komnir tugir nýrra pósta sem myndu slíta snilldina illilega úr samhengi. Það tekur nefnilega tímann sinn að meitla hugsanagang sinn í stutt, hnyttið og gáfulegt tilsvar. Þetta vita allir almennilegir vinnustaðagrínarar.

Engin ummæli: