þriðjudagur, 8. desember 2009Frjettir berast nú af því vítt og breytt að helvískir hafi í krafti beins lýðræðis bannað byggingu bænaturna að hætti Íslamstrúarmanna. Útverðir trúfrelsisins, eins og til dæmis Tyrkir, taka þessum frjettum fussandi, en fáum er þó jafn illa við þetta og Ljenzherranum. Þetta setur nefnilega stórt strik í geimferðaráætlun hans, en hann hafði fyrir margt löngu sótt um byggingarleyfi fyrir einum slíkum turni og sankað að sjer miklum birgðum af dósamat, eimuðu vatni og saltpjetri. Eins situr hann uppi með þröngt sniðin álpappírsföt til skiptanna, en á ferðum sínum um alheiminn hafði hann gert ráð fyrir því að gjörast dús við vitibornar verur frá öðrum hnöttum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nújæææææææjjjjjaaa!?