fimmtudagur, 25. september 2008

Ljenzherrann sækir tíma í leikjafræði og ákvarðanagreiningu. Gerir hann slíkt sjer til ánægju og yndisauka, enda ákvarðanagreindur svo að eftir er tekið. Ljenzherrann tók eftir því að við hliðina á sjer sátu tveir ljóshærðir sveinar sem voru ákaflega snyrtilega klæddir í pastellituð föt. Í hljeinu kemur svo til þeirra ljóshærður maður í tíglapeysu og upphefst eftirfarandi samtal:

Ett, två, tre Erik! Nej det er inte bra når de jåvla månnar inte akzepterar...
-Op med glasögon Jens!!

Og upp hófst eitt af fyndnari rifrildum sem Ljenzherrann hefir heyrt...

Engin ummæli: