miðvikudagur, 17. september 2008

Ljenzherrann hefir nú snúið aftur úr leiðangri sínum til Slóveníu og Króatíu. Var dvölin ánægjuleg og á meðal þess sem á daga Ljenzherrans dreif var gljúfrabrölt með engum öðrum en "Canyoning Bob", óhóflegt át, froskmennska og árás dalmatískra pylsuhunda.


Einbúasetur í Bled


Ljubljana


Í Zagreb er POKERAUTOMAT.


Ljenzherrann færði íbúum díókletískuhallarinnar sjónvarpsviðtæki.


Biðröð í Adríahafsþorpinu Piran

Engin ummæli: