fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Ljenzherrann hefir nú lokið prófum og mun verja næstu dögum við koffeinfráhvörf og tuð.

Útsýni úr fílabeinsturni
Ljenzherrann slysaðist í gær til að horfa á móttökuathöfnina fyrir "Strákana okkar" í gær. Í agnarlitla vefskoðaraglugganum á Рув.ис minnti blái vörubíllinn, stillönsuð Hallgrímskirkjan, dúðaður almenningurinn og gráar og nöturlegar göturnar í bland við klaufalegar og yfirdrifinar yfirlýsingar sjónvarpsþularins frekar á einhverja útsendingu frá Kyrgistan heldur en það land heimsins sem samkvæmt fróðum mönnum ku vera bezt í stakk búið fyrir framtíðina. Svo þegar Valgeir Guðjónsson steig á stokk urðu asnalegheitin Ljenzherranum um megn og hann hristist eins og blautur hundur í togstreytu á milli þjóðernisstolts og yfirdrifins vandlætis á því lýðskrumi og þeim svokölluðu skemmtiatriðum sem á borð voru borin. Ljenzherranum finnst að strákunum okkar hafi mikil skömm verið gerð með athöfn þessari og óskar engum manni slíks hins sama, jafnvel þó hann sje ekki jafn frábær og sjálfur Ljenzherrann.

Engin ummæli: