laugardagur, 23. febrúar 2008

Krúttupúttupúki
Í gærkveldi var bein útsending á CNN frá Mæjamíflugvelli, en yfir honum hringsólaði farþegaþota með bilað nefhjól. Þulirnir voru í akkorði við að reyna að segja eitthvað gáfulegt um ástand mála og stunduðu fjarskipti við málsmetandi menn sem tóku undir það að nefhjólið hafi virst niðri en ekki væri víst hvort þetta væri læst. Þetta var endurtekið ófáum sinnum og á meðan beindust myndarvjelarnar til skiptist á snyrtilega uppraðaða slökkvuliðsbíla og út í mistrið í leit að þessari guðsvoluðu flugvjel sem átti hvað úr hverju að reyna nauðlendingu. Vjelin lenti þó á rjettum kili og nefhjólið rúllaði stolt eftir malbikinu. Eftir að þulirnir höfðu lýst því yfir að lendingin hefði verið skólabókardæmi um rjett viðbrögð komst Ljenzherrann ekki hjá því að leiða hugann að því hvort að innra með meirihluta áhorfenda hefði etv. leynst lítill púki. Svona ogguponsu krúttupúttupúki sem langaði að sjá relluna spænast upp eftir flugbrautinni þar til hún yrði að svörtu skýi og málmsalla.

Engin ummæli: