laugardagur, 26. janúar 2008

Undanfarnar nætur hefir Ljenzherrann legið andvaka vegna áhyggja. Eigi liggur hann flatur og miklar fyrir sjer eigin vandamál heldur er hugur hans hjá þeim einstaklingum sem eru þeim vanskapnaði gæddir að vera með stærri fingur en nasir, og geta því ekki veitt sjer þann afþreying að bora í nef sjer.

Skál
Kambódíumaður býður dús með alþjóðlegri jartegn. Þetta veit Ljenzherrann, enda er hann hvurs manns kumpán. Khmerar eru einnig pamfílar að því leyti að hafa nasir breiðar en tiltölulega fíngerða fingur.


Engin ummæli: