mánudagur, 31. desember 2007

Ljenzherrann er mikill áhugamaður um hitaveitur og var var því skríkjandi af kátínu þann daginn er hús hans var tengt við "fjarvarma" en þar til nú hafði það verið kynt með olju. Talsvert rask er fylgjandi lagningu slíkra leiðslna og er Ljenzherrann fór í gær í hressingar og skemmtihjólreiðatúr ákvað hann að elta verksumerkin að uppsprettu þessa varma í fjar. Varð hann nú heldur en ekki hlessa! Það er sko ekki af Svisslendingum skafið að gagn skulu þeir gera, jafnvel eftir sinn dag, því fjarvarmakerfi þetta á upptök sín í krematoríumi borgarinnar.

Gleðilegt nýtt ár.

Engin ummæli: