laugardagur, 10. nóvember 2007

Tea?

Ljenzherrann nærist á vandræðalegum augnarblikum og hefir í gegnum tíðina oft gerst sekur um það að reyna á kurteisi viðmælenda sinna með því að teygja vandræðalegt smælkishjal á langinn. Þessi leikur hefur nú öðlast áður óþekkt skemmtanagildi, því Ljenzherrann er farinn að gera þetta við Svisslendinga sem eru sýnilega búnir að mæla sjer mót einhvurstaðar. Sálarstríð þeirra er bersýnilegt þegar þeir velta fyrir sjer hvort þeir eigi að vera kurteisir við greyið Íslendinginn eða virða hið gullna gildi Svissnesks samfélags, stundvísina.

Engin ummæli: