mánudagur, 5. nóvember 2007

Svisslendingar þola það ákaflega illa að sjá vinnugögn og í stað þess ræða það sem er komið, fá þeir kvíðakast yfir því sem vantar eða þeim þykir ábótavant. Þess vegna teiknaði Ljenzherrann, af stökum kvikyndisskap, eftirfarandi mynd sem tillögu sína að útlitskonsepti fyrir ákveðin jarðgöng í svissnesku Ölpunum.

Það sem Ljenzherranum þótti áhugaverðast, fyrir utan einskæran fyrirlitningarsvipinn sem hrafnaspark þetta kallaði fram á andlitum samnemenda sinna svissneskra, var það að fyrir þeim var kallinn á myndinni ekki með pípuhatt, heldur með hjálm, og í stað stafs var hann með einhverskonar mælingartæki. Allt skal þjóna tilgangi í Sviss.

Engin ummæli: