fimmtudagur, 18. október 2007

Ljenzherrann uppgötvaði í dag hver uppistaðan í tónlistarsmekk hans væri. Rokkuð eða alltjent rokkskotin tónlist sungin af mikilli örvæntingu andakt. Aukinheldur skal hún vera svo gömul að það er ekkert sjerstaklega töff að hlusta á hana lengur. Ljenzherrann hefir löngum verið viðurtan á sviði menningar og lista. Viður-tan gæti verið gott nafn á íslenzkt brúnkukrem sem gerði MENN viðurstyggðarlega brúna.

2 ummæli:

€iki sagði...

Frábær hugmynd með Viður-tan kremið :) Hvað er annars að frétta? Kv. Eiki í Berlín

Ljenzherrann af Kaffisterkt sagði...

Bara ágætt.
Enda nóg af sósu hjer í Zürich þar sem hvur maður er í fullu fæði.