föstudagur, 21. september 2007

Bonvivant í bobba.
Það komið bölvað haust í Ljenzherrann. Ekki það að trjen sjeu farin að fella lauf, heldur eru 2008 dagbækurnar bæði komnar og farnar úr verzlunum. Ljenzherrann er aukinheldur í óða önn að velja sjer áþján fyrir komandi misseri. Svissnezkir eru nízkir á einingar sem fyrr. Fæst fög eru yfir 3 ECTS einingum. Það gerir 10 fög fyrir fullt nám takk fyrir. Tíu próf í janúar, tíu blautar tuzkur í andlitið á nýju ári.

Jamm og já, tveim dögum eftir síðasta próf, var Ljenzherrann mættur í fyrsta tíma komandi annar.
Reyndar mun þetta verða þægilegt fag (ef Ljenzherrann verður ekki rekinn á dyr), útskýring á Alemán-mállýskunni, sem svissnezkir rýta upp úr sjer til samskipta. Kennarinn bað nemendur sína að rotta sig saman, tvo og tvo, og til að brjóta ísinn áttu menn að deila mönnum frá þrem atriðum sem mönnum líkaði og þrem atriðum sem fólki mislíkaði. Ljenzherrann sagði að sjer þætti ákaflega gott að borða, hefði unun af fáguðum vínum og gæti sjaldnast neitað sjer um að leiða halarófu, væru aðstæður til slíks á annað borð hagstæðar. Ljenzherrann sagðist hinsvegar leggja fæð á daglegt amstur, grámyglu því tengdu og auk þess sagðist hann aldrei hafa verið neitt sjerstaklega hrifinn af stafinum "U" þannig sjeð. Máli sínu til stuðnings hallaði Ljenzherrann sjer nú fram í persónulegt rými sessunautar síns, og sagði "UUUUUUUUUUUUUUU... Comprende????". Ljenzherrann hallaði sjer síðan aftur og fjekk sjer sopa af kaffinu sínu á meðan hann starði hálf ógnandi í kringlótt fjesið á móti sjer, líkt og hann hafði gert undanfarnar mínútur.

Á móti sat bollulegur og svolítið hissa Mexíkani sem sagðist hafa gaman að pólitík, hlusta gjarnan á klassíska tónlist eða lesa. Það þrennt sem var honum helst til ama var popptónlist, dægurmenning og gosdrykkir. "Ah... uppskafningur" hugsaði Ljenzherrann með sjer og þótti þetta byrja ljómandi vel og nú var komið að því að setja saman sameiginlega lýsingu á hinum týpíska Svisslending, eins og hann kemur Mexikana og Íslending fyrir sjónir. Samstarf Bonvivants og kverúlantsins var ákaflega frjótt og brátt kallaði kennarinn á að menn myndu opinbera skoðanir sínar. Ljenzherrann byrjaði:

Hinum týpíska Svisslending líður bezt inni í glerbúri með væna biðröð fyrir framan sig. Þar situr hann eins og haförn á hreiðri og með þóttasvip sem varla er þessa heims. Úrval af allskyns eyðublöðum eru honum innan seilingar og auka sýnilega á lífsgæði hans. Mistök þekkjast ekki hjá þessari þjóð, ekki það að slíkt komi ekki reglulega upp, heldur getur sá sem er undir grun ætíð rakið þau annað, eða fundið til ótal reglur til að skýla sjer á bak við, þannig að sökin liggi ætíð hinum megin borðsins. Fleztir leggja sig þó fram við að sinna sínum störfum vel, en forræðishyggjan, sjerhæfingin og verkaskiptingin er slík að enginn fer tommu út úr sínum skýrt afmarkaða kassa. En hvurs eiga menn svo sem að vænta af þjóð þar sem 70% manna hefur sitt lifibrauð af skriffinnzku. Í Sviss hlýtur meðalaldur hunda einnig að vera meðal þess hæzta sem.....

Ljenzherrann var núna stoppaður af og næsti tók við.
Svisslendingar eru kurteisir, stundvísir og vel klæddir

Næzti hópur:
Svisslendingar eru glaðlyndir, hjálpsamir og hugsa vel um heilsuna.

LAME! hrópaði Ljenzherrann út um samanbitnar varirnar, dæsti og ljet sig síga niður í sætið....

Engin ummæli: