föstudagur, 8. júní 2007

Ljenzherrann gerði góða reisu til Kaupinhafnar síðastliðna helgi og sannaðist þá að óvíða eru Íslendingar jafn drykkfelldir og í sínum forna höfuðstað. Varla var Ljenzherrann kominn úr tollinum fyrr en móttökunefndin, sem samanstóð af gömlum kúk í nýju leðri, var búin að slíta upp Tuborg handa Ljenzherranum. Þar með hafði tónninn verið gefinn fyrir þessa ferð.

Ljenzherrann komst fljótt að því að yfir menntaskóladönskuna hafði fennt þykkt lag af þýzku og varla kom hann út úr sjer setningu án þess að hún væri smíðuð úr þrem tungumálum hið minnsta. Reyndar gekk þetta betur eftir því sem ölvunin jókst, og á ákveðnum tímapunkti fór Ljenzherrann að segja bara þau örfáu dönsku orð sem hann mundi, og umla svo þangað til að setningarnar voru orðnar hæfilega langar. Gekk þetta Ljómandi vel, en var Ljenzherrann þó spurður oftar en einu sinni hvort að hann væri frá Fjóni.Engin ummæli: