föstudagur, 13. apríl 2007

Í Laos fór Ljenzherrann í þriggja daga frumskógargöngu á vit frumstæðra ættbálka. Flestir fara í slíkar göngur í grennd við Luang Namtha og Muang Sing, en Ljenzherrann fór til Muang Khua og rjeði sjer þar leiðsögumann, kennara úr skólanum þar, sem teymdi Ljenzherrann inn í frumskóginn. Vestrænir menn eru sjaldsjedir hvítir hrafnar á þessum slódum og í sumum þessara þorpa var Ljenzherrann að frumsýna eigin kynstofn og vakti það mikla athygli. Myndirnar að neðan eru úr Akha þorpi, en þrátt fyrir að hafa fengið vestræna heimsókn fyrir hálfu ári voru þau ekkert sjerstaklega veraldarvön.Og ef betur er að gáð..


Þá er verið að rannsaka Ljenzherrann úr launsátri...

Engin ummæli: