laugardagur, 3. febrúar 2007

Ljenzherrann heilsar frá Bangkok.
Hjer er ljúft að vera. Herramannsmáltíðir fást á smáaura og allir vilja vera vinir manns, veita afsláttarkjör á forsendum nýtilkomins vinskapar og eru forvitnir um upprunann. Ljenzherrann, sem orðið hefir fyrir aðsúgi skúrka í nokkrum heimsálfum, var einmitt að velta því fyrir sjer hvort að þetta hyski héldi samráðsfundi eða ráðstefnur, þar sem þeir skiptast á ráðum.
Egypt:
"Very good to call them: my friend"
Grikkland:
"yes, yes, or: sir, and ask: where from!"
Thailand:
"Really!!! We too!!"
Egypt:
"Yes! And me always tell them me have a special price!!!"
Italy:
Excactly, Ive been doing this for years on my Gondola!! Very special price for you, my friend!!!!"
(Allir klappa)
Ísland:
"Æ djöst askk: Há dú jú læk æsland???"
Fundi slitið.
Allir eiga þeir það sameiginlegt að þurfa enga háskólamenntun til að átta sig á gildi virðisaukandi þjónustu. Rjett eins og leigubílarnir í Egyptalandi eru gjarnir að stöðva óvænt fyrir utan papýrusverksmiðju eða úlfaldaleigu þá eiga tuk-tuk-arnir hérna það til að stöðva fyrir utan klæðskera, bátaleigur eða skartgripaverzlanir þar sem ætið er í gangi vika konunglegs afsláttar, hagkerfinu til endurreisnar. Leigubílstjórarnir eru þó skömminni skárri en hlæja þó upp í opið geðið á hverjum þeim sem gjörist svo frakkur að ætlast til þess að rukkað sje samkvæmt mæli.

Engin ummæli: