föstudagur, 19. janúar 2007

Ljenzherrann er í óða önn að undirbúa Asíureisu sína, en hann hyggst eyða einum og hálfum mánuði á flakki um Laos, Kambódíu og Vietnam.

Í undirbúningshugleiðingum gekk Ljenzherrann á þing póstmeistarans í Zürich. Því miður var sjálfur póstmeistarinn upptekinn við að sleikja fyrstadagsfrímerki þannig að Ljenzherrann mátti taka miða og bíða í röð með sótsvörtum pöpulnum.

Við skulum kynna okkur örlítið hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Svissneska póstinum. Þar er vjel sem útdeilir númeruðum miðum og númer þessi tilgreina hvunær handafi hvurs miða megi fara til hvaða amts. Amtarnir eru í bókstöfuðum básum frá A til R og skýla sjer á bak við reglur og gler. Gangi maður upp að glerinu opnast lítil lúga. Þurfi amtarnir að afhenda þjer pakka opnast lúgan upp gátt, en þurfi þeir að snúa baki í þig skellist hún með sjálfvirkum hætti aftur.


Í Sviss eru hundar seldir í metravís.

Ljenzherrann hafði með útsjónarsemi staðsett sig í miðjunni til að lágmarka vænta fjarlægð að amti og beið þar til númer hans birtist á skjánum. Einhvur viðstaddra hafði tekið pylsuhundinn sinn með sjer á pósthúsið og var þeim síðarnefnda farið að leiðast þófið. Því sem náttúran hafði af stakri útsjónarsemi veitt hundum til afþreyingar á stundum sem þessum, eiginleikann til að sleikja eigin kynfæri, höfðu ræktendur pylsuhunda hrifsað frá sköpun sinni, því sama hvað pylsuhundurinn reyndi, komst hann ekki í klofið á sjer. Ljenzherrann fylgdist með þessu glottandi á meðan amtarnir stimpluðu eyðublöð og tættu sig í gegnum röðina.

Ljenzherrann hrökk upp þegar 965 A blikkaði stórum stöfum og stikaði Ljenzherrann að amti A. Þegar að amti A var komið voru góð ráð dýr. Amti A hafði þótt Ljenzherrann heldur lengi á leiðinni og því boðað annan kúnna á sinn fund, nefnilega kúnna númer 968. Ljenzherrann var þó mættur örlítið fyrr á svæðið heldur en kúnni 968, en var þó rekinn í burtu á hrognamáli þvi er Schweizertütsch nefnist. Bitte nú, bitte nú. Ljenzherrann var ekki að gútera þetta og þegar hann vjek ekki í burtu með hraða sem stefndi á óendanleikann sjálfan varð uppi fótur og fit bakvið glerið. Ekki bara amti A var brugðið vegna ögrunar þessarar, heldur einnig amti B og gott ef að amt C saup ekki einnig hveljur. Þetta virtist ekki gerast á hverjum degi, en allir öskruðu þeir á Ljenzherrann að hann ætti að gjöra svo vel að ganga að maskínunni og ná sjer í nýjan miða og bíða á nýjan leik.


Ljenzherrann hörfaði örfá skref til baka og virti þá fyrir andlitin sem igldu sig bakvið glerið. Þau sögðui: ÞETTA ER ÞÉR AÐ KENNA, ÞÚ VARST OF LENGI!! EKKI RUGLA Í KERFINU OKKAR! VIÐ HÖFUM ÖLL VEL SKILGREIND HLUTVERK OG REGLUR SEM VIÐ GETUM FARIÐ EFTIR ! ÞAÐ ER FULLT AF EYÐULÖÐUM HÉRNA SEM TEKUR LANGAN TÍMA AÐ LÆRA Á!! OKKUR FINNST VIÐ MIKILVÆG!! VIÐ HÖFUM ÁBYRGÐARTILFINNINGU!!! OKKUR LÍÐUR VEL!! VIÐ VILJUM EKKI BREYTINGAR, ÞAÐAN AF SÍÐUR UNDANTEKNINGAR OG ALLS ENGA LÍBERAL ÍSLENDINGA SEM TRÚA ÞVÍ AÐ ALLT REDDIST!! ÞAÐ GERIR ÞAÐ NEFNILEGA EKKI SVEITALUBBINN ÞINN!!! EKKI Í SVISS!!!

Ekki getur Ljenzherrann sjeð það fyrir sjer að hann eigi eftir að geta unnið hjer að námi loknu

Sehr Geehrter Herrn von Kaffeefstark. Ich habe früher die Büchung der Kaffegetränken kontrolliert und mit der Kaffemaschine abgegleicht, und es fehlt noch vier Tassen Kaffee dazu. Bis Sie hier gekommen sind haben alle Kafferbereichnungen gestimmt und desswegen kam mir in den Sinn dass, Sie hätten, eventuell, viermal ihren Kaffee vergessen zu bezhahlen . Wir sind hier doch zweihundert angestellten und mussen wie ein ganzes Team funktionireren....

Á íslensku útleggst þetta sem. Kæri Ljenzherra. Ég hefi nýlokið við að bera saman kaffibókhaldið við það sem afgreitt hefir verið úr kaffimaskínunni, og það vantar fjóra bolla þar uppá. Þar til þjer komuð til starfa gekk þetta bókhald ætíð upp, þannig að oss datt í hug hvort þjer hefðuð etv. gleymt að borga fyrir kaffið ykkar fjórum sinnum. Við erum jú tvöhundruð sem vinnum hérna en verðum að vinna sem eitt lið.

Engin ummæli: