miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Freyðibaðsgerð í Feneyjum
Ljenzherrann var áðan angraður af grænfriðungum í apaskinnsjökkum. Ljenzherrann mátti ekkert vera að því að svara fyrir hvalveiðar Íslendinga þannig að hann gerði hróp að þeim og spurði þá hversu margir apar hefðu látið lífið fyrir þessa fínu jakka. Ljenzherrann var nefnilega á leiðinni heim að pakka, því af einstakri hvatvísi hafði hann keypt sjer lestarmiða og eftir örfáar klukkustundir að leggja upp í skreppitúr til Feneyja. Eftir næturvist í Schlafwaggon mun hann eyða morgundeginum við freyðibaðsgerð, handahlaup og kollhnísa á Markúsartorginu.


Þessi karl var í Svartfjallalandi, en verður hann í Feneyjum líka?????

Engin ummæli: