laugardagur, 22. júlí 2006

Morgnarnir eru Ljenzherranum erfiðir, því sjaldnast er nóttin nógu löng til að lækna svöðusár daganna á undan. Fátt er til líknar á slíkum stundum annað en sjóðheitt Café. Ferðalagi Ljenzherrans frá rekkju og inn í eldhús má líkja við fyrstu sekúndurnar í lífi kengúruunga sem eftir fæðinguna þarf að gangast undir erfitt ferðarlag ofan í poka móður sinnar, til að komast á spenann.

Ljenzherrann fær óræðan hroll niður mænuna þegar fyrsti sopinn af bleksterkum uppáhellingnum brennir kokið og hann finnur hvernig koffeinið hristir upp í taugakerfinu, eins og fjölþreifinn kolkrabbi sem er að dansa súludans við mænuna. Einn bolla þarf til að opna hvort auga og meira til, ef Ljenzherrann sjer fram á að þurfa að tala fyrir hádegi.

Engin ummæli: