mánudagur, 5. júní 2006

Áríðandi tilkynning
Skepnan sem Ljenzherrann hefir eytt undanförnum dögum í að skapa í sinni mynd er strokin! Hún er klædd í tækniföt, er með Albertsklippingu og lítur nákvæmlega eins út og Ljenzherrann sjálfur á nýlegri mynd hjer að neðan. Ljenzherrann biðst forláts á þeim usla er þetta kann að valda og vonar sjer takist að klófesta sköpunarverk sitt sem fyrst. Öllum sem telja sig hafa átt persónuleg samskipti við Ljenzherrann af Kaffisterkt á síðastliðnum sólarhring er bent á að taka því með fyrirvara.


Engin ummæli: