sunnudagur, 4. júní 2006Hátækniþjóðfjelag dagsins í dag er vettvangur örra breytinga og samfélagsleg skylda hvers þegns hlýtur að liggja í því að vera vel undirbúinn fyrir þau krefjandi verkefni sem morgundagurinn ber í skauti sjer. Þetta veit Ljenzherrann og því mun hann framveigis skarta tæknifötum, sjerhönnuðum alklæðnaði sem gefur til kynna hversu vel herrann er með á takteinum. En fötin gefa fleira til kynna, því ef betur er að gáð má sjá að Ljenzherrann er örlítið hallur til vinstri.

En allir geta orðið tæknilegir, því Tækniföt þessi eru til sölu hjá Ljenzherranum og eru þeim eiginleikum gædd að allir passa í sömu stærð. Þetta eru því föt framtíðarinnar og geta vaxið og teygst með hinum tæknivædda þegni allt frá bernsku til eftirlaunaaldurs. þau eru teflonhúðuð þannig að þau hrinda frá sjer óhreynindum líkt og lótusblóm. Tæknifötin eru afgreidd tilbúin með stómapoka og þvaglegg, fyrir salernislausa tækniöld, og skórnir eru með grófmynstruðum sóla úr vúlkanísjeruðu gúmi.

Engin ummæli: