miðvikudagur, 8. mars 2006

Ljenzherrann var að koma af fundi með háskólarektor. Erindið var meint prófgráða sem Ljenzherrann er víst að fara að öðlast í vor, BSc.

BSc stendur fyrir Bachelor of Science, en Ljenzherrann var að falast eftir því hvort hann gæti útskrifast sem Bohéme of Science. Rektor var í sjálfu sjer ekkert afskaplega mótfallin þessari tillögu, en til að stefna ekki orðspori skólans í hættu þyrfti Ljenzherrann að sýna það og sanna að hann væri þessari nafnbót samboðinn. Ljenzherrann er því kominn í brjefaskóla hjá Fernand Dupontel, auk þess sem hann verður því sendur tvisvar í viku yfir Suðurgötuna í þjálfunarbúðir. Þar verða lesin fyrir hann fagurljóð, honum kennt að sitja með krosslagðar lappir og hann látinn reykja.

Engin ummæli: