fimmtudagur, 2. febrúar 2006

Ljenzherrann hefur nú snúið aftur úr Frakklandsreisu sinni og Danmerkur. Eftir hálfan mánuð í vellystingum bíður grákaldur veruleikinn handan við hornið með gluggapóst og blauta tusku, hvort tveggja skilmerkilega merkt Ljenzherranum af Kaffisterkt. Í þeim þrengingum mun hinn veraldarvani heimsborgari og kosmópólitan, Ljenzherrann af Kaffisterkt, kafa í skjóðu minninga sinna til að bægja grámyglunni frá sjer. Hjer er ein frá París:


Fæstir virtust kippa sjer upp við Metropolka og mann með stóra myndavjel.

Engin ummæli: