föstudagur, 24. febrúar 2006

Þetta var hægt að kaupa í vísindasafninu í París:


Darth Vader hjálmur með öndunarhljóðum, raddbreyti, skikkju og sverði og ef Ljenzherrann hefur einhverntíman verið á ystu nöf með að eyða tíuþúsundkalli í algera vitleysu þá var það þarna. Kannske er það hluti af góðri markaðsetningu að magna þennan hlut með "mættinum" þannig að þeir sem svo mikið horfi á hjálminn fyllist sjúklegri löngun til að kaupa hann og fái vart við sig ráðið.

Það væri samt alveg tíuþúsundkróna virði að setja þetta upp, keyra í lúguna í Aktu taktu og reyna að harka út ókeypis málsverð með "The Jedi Mind Trick". HHHHUUUUUUHHHGGGGGGHHHHH HHHHUUUUUUUHHHHGGGGGGHHHH
"gjörðu svo vel.. Það verða áttahundruð og fimmtíu krónur"
-"Svarthöfði þarf ekki að borga!!! hhhhuuuugggghhhh hhhuuuggghhh"
"ha?? Þú þarft víst að borga!"
-"nei ég þarf ekki að borga!!! hhhuuuhhhhhhgggg hhhhhuuuuuhhhhggghhh"
"víst þarftu að borga!"
-"nei"
"víst!!"
-"nei!!! Svarthöfði borgar ekki fyrir hamborgara og franskar!!!!!! ghuuuuuuuhhhhgh hghuuuuuuhg"
"víst!!!"
-"NEI!!!"
"víst!!"
-"VÍST!!!"
"nei!!"
-"Your Powers Are Weak, Young Lúg Sjoppworker, takk fyrir og vertu sæl ghuuuhhghhg hghuuuhhuuuuug"

Svo myndi Ljenzherrann spóla í burtu á litlu, gráu, sjálfskiptu Corollunni sinni og reyna að troða hamborgaranum og frönskunum í gegnum grímuna á einhverjum afviknum stað.

Engin ummæli: