mánudagur, 7. nóvember 2005

Ljenzherrann er í ljómandi skapi, hann var nefnilega að komast að því að nágrannakona hans heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar af andakt um menn og málefni. Hvað er svona ánægjulegt við það????, gæti fávís pöpullinn spurt sig. Jú! Ljenzherrann sjer fram á prýðis skemmtun við það að haga sjer ákaflega furðulega og fylgjast svo spenntur með því hvort ný persóna verði kynnt til sögunnar á bloggi nágrannakonunnar.

Ljenzherrans sjerstakri kærustu þykir þetta reyndar ekki sami hvalrekinn og er fremur uggandi yfir þeim uppátækjum sem hún gæti átt von á frá sambýlismanni sínum.

En svo er það bara stóra spurningin hvað Ljenzherrann á að gera sem á að vera svona furðulegt??
Koma nakinn til dyra
Sækja Frjettablaðið nakinn
Sækja rusl út í tunnu, fremur en hið gagnstæða.
Hlusta á tyrólskt jóðl daginn út og inn.
Taka hressilega undir týrólska jóðlið.
Fá lánaða furðulega hluti hjá henni (eins og sjónvarpið) og skila einhverju allt öðru í staðinn
Bakka alltaf inn og út úr götunni, þannig að það líti út eins og Ljenzherrann sinni öllum sínum erindum í bakkgír.
Ganga á stultum í og úr bílnum, og stundum út í bakarí.
Rífast við sjálfan sig á stigaganginum.
Kalla hana alltaf Kolbrúnu, þó hún heiti annað.
Kaupa trúðaskó á ebay og geyma á stigaganginum.
Nota trúðaskóna dags daglega.
Dusta rykið af rafmagnsgítarnum og ná í nóturnar að nokkrum dauðarokkslögum á netinu
Þvo furðuleg föt og hengja til þerris í þvottahúsinu
ganga í furðulegu fötunum.
Spyrja hana hvort það væri henni nokkuð á móti skapi þótt Ljenzherrann myndi nýta garðinn undir nokkur húsdýr.
Segjast hafa keypt belju og falsa lyktina með því að bruna í hverri viku í Kjósina eftir ferskri kúamykju.
Spila baul og hanagöl í græjunum.
Banka upp á með hálfa fötu af flóaðri nýmjólk í fötu og bjóða henni.

Engin ummæli: