sunnudagur, 13. nóvember 2005

Ljenzherrann af Kaffisterkt auglýsir hjer með eftir vöskum piltum til að sinna smávægilegum verkefnum fyrir sig. Verkefni þessi hafa það göfuga markmið að koma Ljenzherranum inn á bloggsíðu nágrannakonunnar. Kröfur eru gerðar um að viðkomandi aðilar hafi aðgang að drapplituðum rykfrakka, hatti, sólgleraugum og skjalatösku. Eitt þessara verkefna er að banka upp á 1. hæð til hægri í ákveðnu húsi í Hlíðahverfinu og mæla orðin: "þúsaldarfálkinn lendir á miðnætti."

Þegar miskilningurinn stendur sem hæst mun sjálfur Ljenzherrann af Kaffisterkt koma aðvífandi, og verða brugðið. Ljenzherrann mun því næst mæla: "veðrið er ágætt í Keflavík." Hrifsa af dularfulla manninum skjalatöskuna, rjúka inn í íbúð sína og skella á eftir sjer. Stundvísi áskilin.

Einnig vantar mann með aðgang að gasgrímu úr fyrri heimstyrjöldinni.

Engin ummæli: