fimmtudagur, 15. september 2005

Að ganga á stígvjelum.
Ljenzherrann heyrði því eitt sinn fleygt að: “þið getið klætt hvaða hengilmænu sem er í gula neonúlpu, hvítan hjálm og stígvjel og þá hafiði glæsilegan eftirlitsmann.” Þessi orð holdgervast í þeim manni sem Ljenzherrann hefir valið sjer til fyrirmyndar í eftirlitsmennzku sinni.

Að neonúlpum eða hvítum hjálmum ólöstuðum, þá eru góð stígvjeli aðalsmerki eftirlitsmanna og hverjum manni verður ljóst þegar Sigurhjörtur Hálfdánarson strunsar fram hjá, að pilturinn sá er fæddur til að ganga í stígvjelum. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að pilturinn er ættaður af stórbýli á suðurlandsundirlendinu, en hvergi á landinu eru betri aðstæður fyrir unga og efnilega pilta að æfa sig í að ganga á stígvjelum.

Göngulagið er ákveðið, en þó þokkafullt og hvert skref ber þess vitni að áfangastaðurinn sé ætíð fyrirfram ákveðinn. Gul úlpan flaksar í vindinum og skyggnið á hjálminum sjer til þess að ekki rigni upp í nefið, nema í svæsnasta slagviðri. Vel skilgreindur áfangastaður auk skreflengdar yfir meðallagi munu skila þessum manni góðu orðspori sem persónu sem getur gengið 15% lengur í pari af vinnuskóm heldur en meðaljóninn. Slegist er um slíka menn á vinnumarkaðnum.
Til að komast á milli staða nota eftirlitsmenn pallbíla og þá reynir á stígvjelafimi eftirlitsmannins, þegar hann þarf að trampa eftir kúnstarinnar reglum á hemli, tengslum og olíugjöf í þessum fyrirferðarmikla fótabúnaði.

En þetta aðdáunarverða göngulag kann að líta vel út úti í mörkinni, en væri lítils virði ef í sama manninnum holdgerfðust ekki rík ábyrgðartillfinning og næmt auga fyrir smáatriðum sem ásamt agaðri rithönd skila nákvæmum og fagurrituðum athugasemdum í litla minnisbók.

Það liggur í hlutarins eðli að eftirlitsmaður þarf að hafa unun af pappírsvinnu. Af slíku er nóg af taka á Kárahnjúkum og eins og staðan er í dag er því þannig fyrir komið að hverja tölu þarf að skrá í að minnsta kosti þrjú mismunandi Excelskjöl með stigvaxandi ánægju, að sjálfsögðu, í hjarta hins sanna eftirlitsmanns.
Sögur herma að sannir eftirlitsmenn fái meira holdris af snyrtilegu, en umfangsmiklu, Excelskjali heldur en af þýzkum heimildarmyndum um hinar ýmsu aðferðir sem mannskepnan iðkar við frjóvgun. Af þessum sökum er skjalaskápurinn hjer á Kárahnjúkum einn sá rammgerðasti hjer á landi, enda voru einmana eftirlitsmenn farnir að læsa sig í prívasí með framvinduskýrslur og salernispappír við hendina.

Annars er lífið hjer á Kárahnjúkum afskaplega ljúft, og nánast fullkomið ef ekki væri fyrir Ljenzherrans sjerstöku kærustu, sem aldrei víkur honum úr hjarta.

Engin ummæli: